Eyþór Þorláksson (1930-2018) byrjaði ungur að leika á hljóðfæri. Frá 1946 til 1992 lék Eyþór í ýmsum íslenskum og erlendum danshljómsveitum. Á árunum 1950 - 1952 stundaði hann nám í gítarleik í Englandi, Danmörku og Svíþjóð og árið 1953 í Madríd hjá Daniel Fortea og Quintin Esquembre. Á árunum 1954 - 1957 lærði hann hljómfræði og kontrapunkt hjá Dr. Urbancic og 1958 - 1961 var hann við framhaldsnám í gítarleik hjá Garciano Tarragó í Barcelona. Síðan hefur hann verið aðal gítarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefur útsett og skrifað mikið kennsluefni, útsetningar og verk fyrir gítarinn.
Graciano Tarragó og Eyþór Þorláksson
Eyþór Þorláksson í San't Feliu de Guixols
Eyþór Þorláksson